Leita í fréttum mbl.is

Bólusetning og framandislóðir

Já fór í bólusetningu á fimmtudag þar sem að ég var bólusettur við öllum óþvera sem að fyrir finnst í landi einu við miðbaug nánar tiltekið í heimsálfunni Afríku.  Ég ásamt nokkrum úr vinnunni vorum sendir til bólusetningar vegnar hugsanlegrar ferðar til þessa hrjórstrugua lands á vegum vinnunnar.  Upplýsi það kannski seinna þar sem að þetta er á viðkvæmu stigi.  Ég fór eins og áður sagði í slagtogi við 2 aðra til bólusetningar.  Þeir hafa báðir fengið hinar ýmsu bólusetningar vegna út rásar í vinnunni og ég hafði sleppt þessum bólusetningum þar til nú þrátt fyrir mikið heimshorna brölt.  Hún (lænirinn) sagði að ég yrði sennilega veikur eftir þessar sprautur 7 þar sem að vanalega mætti ekki bólusetja svona mikið í einu.  Ég jánkaði áhætunni og 7 sprautur með bóluefni fyrir hinum ýmsu hitabeltis sjúkdómum sem að herja á svæðið var dælt í mig.  Ég fór heim eftir vinudaginn og beið og beið en ekkert gerðist. Ég hlýt að vera galvariseraður að innan því að ekki varð ég veikur eftir þessa bóluefna súpu.  Reindar eins og við þekkjum öll þá er mismunandi hvað ofnæmis kerfið okkar er sterkt.  Sumir sem að ég hef talað við í vinnunni lögðust í bælið með flensu og óþvera eftir slíkar sprautur en ég virðist hafa sloppið.

Icelandair byrjar að fljúga til Seattle í BNA í sumar.  Ég var í Seattle tvær vikur fyrir rúmu 1 1/2 ári síðan.  Þessi borg er mjög skemmtileg.  Var einmitt á íbúðar hóteli í miðbæ Seattle sem að hét Pike Street Suites en heitir núna Homewood Suites Hilton.  Í Seattle er mikið að sjá og borgin iðar af lífi. Þótt að dollarinn sé kannski ekki hagstæður um þessar mundir bíður borgin upp á mikla og góða upplifun m.a. góða blues bari, steikhús, leikhús og verslannir og fleira og fleira.  Svo má ekki gleyma að fara í Space Needle.  Fór þarna upp og útsýnið yfir borgina er frábært.  Fór þarna rétt fyrir sólarlag og mæli með því sama fyrir aðra.  Seattle borg heillaði mig mikið og hef ég komið til all nokurra borga í USA og þar stendur Seattle uppúr.  Seattle er ekki of dýr borg m.a. er New York mjög dýr en seattle getur ekki talist það miðað við New York.  Flugtíminn er ekkert of langur eða 7-8 tímar svona sviðað og Orlando flug.  Það eina sem að plagar mann er kannsi tíma mismunirinn því að það er -7 tíma munur á sumrinn og -8 á veturnar. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband