9.4.2009 | 20:59
Páskahátiðin 2009
Páskar hafa verið fyrir mér hátíð og frí frá vinnunni ;). Í ár er fyrir mér dýpri meining. Við höldum páska af því að við flest eru kristinn og þegar ég var að alast upp voru páskarnir alltaf hátíðarstund og magapína sökum paskaeggja kjamms. Þessi tími er líka raunveruleg hvíld frá kreppunni og svartsýnis tali. Þessi tími er dýrmætur til að tengjast því sem að okkur þykir vænt um, fjölskildu okkar. Ég horfi á þessa páska með öðrum augum heldur en velgjulega undanarin ár. Á sama hátt og þetta er upprisu hátíð jesú krists horfi ég líka á þetta sem upprisu hátíð úr kreppunni. Ég horfi á það þannig að öllum vondum veðrum slotar og ef að íslendingar eru á botninum er aðeins ein leið og hún er upp. Það hafa verið fleiri kreppur ein 1980 ein 1940's ein 1930's og fleiri og fleiri. Kannski er bara sjokkið eins og fyrir mig og restina af Kókópöffs kynslóðinni sem að hefur ekki upplifað kreppu á fullorðins árum fyrr er að við héldum að við ættum heiminn en komumst að því að heimurinn á okkur eða hefur tekið okkur upp í skuld hvað sem að fólk vill kalla þetta. Ef að við höfum ekki von um betri tíð höfum við lítið. Ef að vonin er hinsvegar einhver berst maður til síðasta blóðdropa fyrir betri högum. Það geri alla vega ég og held að flestir íslendingar séu það harðir af sér að geta staðist þennan storm. Ef að við gátum í gamladaga siglt yfir atlandshafið á opnum bát í vondum veðrum og holað okkur niður á haunmola norður í "bíb" og lifað af í þúsund ár, þá getum við staðist þetta. Eins og Dorrit músanef sagði "við erum stórasta land í heimi". Það er okkar styrkur - harkan.
Í dag er Ástrós Erla 5 ára. Litla stelpan mín að verða stór .... fer bráðum í skóla. Púff þetta er fljótt að gerast. Afmælis undirbúningur í fullum gangi. Kökulyktin fyllir andrúmsloftið. Tilveran spennuþrungin hjá henni Ástrós minni. Það var ekki síðri spenningur hjá okkur foreldrunum að sjá upplitið á henni í morgun þegar afmælisgjöfin verður afhjúpuð. Gáfum henni nýtt rúm hátt frá Flexa®. Prinsessu heimur og rúm saman mjög sniðugt.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.