Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
22.4.2007 | 12:03
Keflavík-Stockholm-Bergen-Kristiansand-Hirsthals-Köbenhavn-Keflavík
Við erum komin með ferðaplan fyrir opinbera heimsókn til Norðurlanda í júní/júlí. Ætlum sumsé að heimsækja hann Mathias hálfbróðir Huldu, -norska ættingja Huldu í Odda í Noregi og fleira.
Verðum sumsé viku í Stockholm og þaðan fljúgum við beint til Bergen og verðum þar í 4 daga. Förum svo frá Bergen til Kristiansand og vera í 3 nætur, heimsækjum vinkonu Huldu þar og fleira. Förum svo með ferju til Hirsthals í Danmörk og heimsækjum Erlu frænku Huldu sem að býr í Kolding (Er rétt hjá Billund). Svo komum við heim í gegnum Kaupmannahöfn.
Þetta verður góður hringur eins gott að við fáum bókanlega frímiða þennan hring. Flugið ætti ekki að kosta okkur mikið þess vegna. Svo skemmtilega vill til líka að við fáum lánaða íbúð í Stockhólm og eigum gistingu vísa allstaðar þar sem að við komum þetta verður bara gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 15:13
Það er komið sumar... brrr
Sumarið er komið samkvæmt dagatali. Held samt að þetta sé sk. suðrænu dagatali miðað við hita stig. Við grilluðum í gær að sjálfsögðu í gær. Tók smá svona Forest Gump þ.e.a.s. ég hljóp rúma 13 kílómetra daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Er að komast í þokkalegt hlaupaform. Ástrós er orðin góð af flensunni loksins. Hún fékk ælupest um daginn í fyrsta skipti greyið. Núna líður manni hálf eins og það sé mánudagur í dag. Svona frí í miðri viku rugla innbyggða dagatalið. Mér finnst að það ætti að færa þessa frídaga á föstudaga eða kannski mánudaga. Það er t.d. gert í Bretlandi þá voru þessir frí dagar í miðriviku færðir til og kallaðir "Bankholiday"(oftast á mánudegi að mig minnir).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2007 | 22:51
Here fishy fishy...!
Jæja skrapp aðeins í kvöld aftur í Vífilstaðavatn og náði enn einum urriðanum. Var heldur minni en sá sem að ég veiddi síðast rúmlega pund en ansi fjörugur stökk út um allt þegar hann var kominn á. Náði honum á "MME flugu" sem að er eftirlíking af mýflugu púpu . En þessi ferð var nú aðalega til að prufa nýju völurnar mínar frá DAM þeim þýska gæða framleiðanda. Þær leka ekki eins og þær sem að ég átti áður allveg þurr eftir 2 tíma í bleiti. N.b. Síðast þegar ég fór í gömlu bomsurnar að veiða var það að lokum eins og að vera með fiskabúr í nærbuxunum . Þá var nú tími til að skipta hmm. Guð blessi netverslun veiðihornsins, því að um leið og ég kom heim keypti minns nýjar vöðlur.
Ástrós litla er með ælupest litla greyið. Hún hefur alldrei fengið ælupest og það gengur bæði upp og niður. Hún hrökk t.d. upp rétt áðan (er sofnuð) og fór að kúast ég náði að koma fötunni til hennar á réttum tíma. Hún hefur ekki haldið neinu niðri. Vorkenni henni frekar mikið. Pabbi verður heima hjá henni á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2007 | 12:07
Endurspeglun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2007 | 21:12
Ástrós 3ja ára
Í dag eru 3 ár síðan að Ástrós fæddist. Hún sumsé 3ja ára í dag elsku engillinn minn. Það var haldin afmælis veisla um helgina á laugardaginn. Okkur þótti þessi tímasetning best þar sem að þá væri enginn í fermingu -affermingu eða slíkum mannamótum sem að okkur er tengdur. Hún var mjög ánægð með afmælisveisluna sína enda er þetta fyrsta afmælið þar sem að hún hefur ákveðnar skoðannir á afmælisköku og fleiru afmælstengdu. Hún fékk tvíhjól með hjálpardekkjum ásamt Sollu Stirðu hjálm í afmælisgjöf frá okkur. Ég pakkaði hjólinu inn ásamt hjálminum ( tók 2 rúllur af gjafapappír) vakti það mikla lukku þegar hún vaknaði. Á pakkanum var Mikkamús blaðra og vakti það enn meiri kátínu. Páskadagurinn fór í að slappa af eftir herlegheitinn og við grilluðum dýrindis nautalund ásamt að drekka 1996 árgerða af Rioja Marques Arenso (namm!!). Á annan í páskum var svo farið og prófað hjólið hennar Ástrósar. Hún var frekar smeik fyrst en svo varð þetta gaman. Hjólið var nefnilega svolítið valt og mikið óöryggi var hjá lita unganum okkar sem að lagaðist með stuðning og hvatningu frá mömmu og pabba. Í dag fór svo Ástrós í leikskólann og þar beið hennar heilmikið ævintýri þar sem að hún fékk að baka afmælisköku með konunni sem að vinnur í eldhúsinu á leikskólanum sem að krakkarnir borðuðu með Ástrós. Það er sumsé þannig að foreldrar koma ekki með kökur í leikskólann heldur er bökuð kaka fyrir þau í leikskólanum og þau fá að skreyta hana sjálf og velja lit á kremi og fleira sniðugt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 08:25
Helgin
Skruppum að eins upp í sveit á laugardag að heimsækja frændfólk Huldu á Snæfellsnesi. Ástrós Erla var manna spenntust að komast upp í sveit og lá andvaka af spenning til 11 kvöldið áður. Það var gaman að komast aðeins út úr borginni og upp í sveit. Daginn eftir eða 1.apríl fórum við með Ástrós í leikhús á Karíus og Baktus. Það stóðst allar vonir og væntingar hennar Ástrósar. Leikritið var á litlasviðinu í borgar leikhúsinu og var leikurinn mjög nálægt áhorfendum. All nokkrir litlir urðu frekar skelkaðir skömmu eftir að sýningin hófst grátur og gnístan tanna, enn flestir róuðust þegar liðið var á sýningunna. Ástrós sat bara í fanginu á pabba sínum og horfði á leikritið í ró og næði án vandræða. Henni finnst mjög gaman að fara í leikhús enda fór hún í síðasta mánuði á Pétur og Úlfinn og núna á Karíus og Baktus. Þetta var mjög stutt sýning eða rúmar 40 mínútur. Ástrós er núna alveg sannfærð um að Karíus og Baktus séu ekki hjá sér enda var sagt á leiðinni heim " Karíus og Baktus eru ekki í munninum á mér ég dugleg að busta tennurnar". Ég skrapp í veiði svo á eftir í Vífistaðavatn í rúmlega 1 og hálfan tíma og veiddi einn urriða sem var 1 pund og rúmlega það. Ég skoðaði að sjálfsögðu í magan á honum og hann var fullur af hornsílum og púpum. Enda veiddi ég hann á phesant tail #12 sem að ég hnýtti fyrir nokkrum dögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006