Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Jibbí það er komið sumar "vonandi"....

Spáð ágætu veðri næstu daga.  Vona að það sé komið sumar.  Fór að veiða í gær náði einni bleikju sem að var 2,5 pund, og hún veiddist í norðan garra um 11 leitið. Dönsum öll sólar dansinn svo að það komi nú gott veður.  Leiðbeiningar hér að neðan...

Ace%20Dance


Íslendingar og veðrið

 4°C hiti í dag en bjart. Maður ætti kannski bara að vera bjartsýnn og líta á hvað við erum bjartsýn hér á Íslandi. Þetta veður er bara ekki svo slæmt. Ég hef tekið saman smá töflu um þetta hér að neðan. Við erum svolítið harðgerð miðað við aðrar þjóðir þegar kemur að veðrinu.

+10°C Sól og rok, íslendingar ganga um á stuttbuxum og grilla og halda garðveislur.

+10°C Sól og rok Frakkar fara í kuldaúlpur og setja upp alpahúfur.

+5°C Íslendingar fara í langermabol og ísbíltúr.

+5°C Englendingar byrja að setja vetrarkyndinguna í gang.

0°C Og slydda, Íslendingar fara í golf.

0°C Og slydda, Ítalir halda sig inni við og drekka Expressó til að halda á sér hita.

-5°C  Íslendingar standa í biðröð við pulsubarinn í gallabuxum og peysu.

-5°C Tyrkir setja kyndinguna í botn. Lítið sem ekkert líf úti á götu. Í fréttum er talað um fólk sem að dó vegna kulda.

-10°C  og smá snjókoma, Íslendingar grilla í síðasta skipti áður en gengið er frá grillinu.

-10°C og smá sjókoma, útgöngubann ríkir í bandarískri herstöð í Þýskalandi vegna veðurs.

-15°C og logn, íslendingar fara í sund í útisundlaug og fara svo í ísbíltúr.

-15°C Á norður Spáni er mannamótum aflýst. Enginn er á ferli og blessaðir rónarnir eru eins og íspinnar á garðbekkjum borgarinnar.


Veiði og óvissuferð

Helgin hefur verið mjög fín það sem að af er komið.  Fór á föstudag með vinnunni í óvissuferð.  Vorum öll teymd út í rútu og farið með okkur í platferð þ.e.a.s rútan keyrði frá skrifstofu flugdeildar Icelandair þar sem að ég vinn og bak við hótelið þar sem að Fokker flugvél beið okkar (surprize).  Fórum um borð og fengum leiðbeiningar frá áhöfn í mög fornu máli þ.e.a.s á forn ízlensku um að öll mannvíg væru bönnuð á meðan á ferð þessari stæði en öli skyldi skenkt í bauka á meðan á ferð þessari standi. Flugstjórinn kynnti sig sem Snorra Sturluson og aðstoðar flugmanninn sem Grettir Ásmundsson.  Flestir voru reyndar fljótir að skjóta á staðsetningu áfangastaðar.  Flugið var sumsé með okkur til Sauðárkróks.  Þegar komið var þangað var okkur skipt í lið þ.e.a.s víkinga lið.  Ég var meðal annars í Sturlungum.  Síðan hófst sögulegt kapphlaup um staðinn í fullum herklæðum (fengum búninga).  M.a. var ein af þrautunum að finna hús Geirmundar Valtýrssonar og syngja fyrir hann ein af hans þekktari slögurum sem og við gerðum alveg prýðilega og fengum næstu vísbendingu í verðlaun.  Það var aðeins ein regla í þessari keppni sem að gerði útslagið það máttu taka sér far með bæjar búum á milli staða þar sem að vísbendingar voru. Leikunum lauk svo með mat í framsóknar heimili Sauðárkróks.  Það var mjög góður matur mikið drukkið og mikið hlegið eins og víkinga er von og vísa. 

Fór svo að veiða í gær eins og mér einum er lagið ( Veiðisjúkur). Veiddi einn 2,5 p bleikju í þingvallavatni.  Sumarið er komið þegar það fer að veiðast fiskur í vatninu.

Þingvalla bleikja  2,5 p


Þingvalla ferð

Skrapp í þingvallavatn í gærkvöldi. Veiði kvöldið byrjaði ágætlega.  Byrjaði fyrir miðri leirutá.  Náði einni rúmlega 1 ½ p bleikju sem að var mjög kröftug.  Þegar það fór að skyggja skipti ég út peakcock flugunni fyrir eitthvað bitastæðara þ.e.a.s. killerflugu með rautt skott.  Og viti menn nokkru síðar er kippt í tauminn og ég hugsa að þarna væri á ferðinni enn ein bleikjan.  En það er togað fastar og fastar.   Og taumurinn ríkur út og lengst út í vatn. Venjulega næ ég að þreyta fiskinn vel áður en að ég landa honum.  En þessi var nú ekki á því tók bara meiri línu út í vatn.  Skyndilega mikið stökk og fyrir framan mig svífur silfruð skeppna.  Nei þetta var ekki silfraði Eurovision klæðskiptings kvikindið frá Úkraínu heldur frekar stór urriði.  Hann stekkur og berst.  Rúmlega 20 mínutum síðar lauk viðureigninni með því að hann sleit sig lausan.  Ég sat eftir við bakkann með hjartað á yfirsnúning og adrennalínið flæðandi um æðarnar.  Ég labbaði í burtu með fenginn þ.e.a.s bleikjuna vænu sem að ég náði og einnig sáttur við þessa löngu viðureign við lónbúann.  Ég næ honum bara næst ;).  Enda er núna tími urriðans á þingvöllum þeir eru að gefasig í ljósaskiptunum á kvöldinn.

Austur Evro Vision

 

Sá forkeppnina í gær.  Eiríkur rauði var landi og þjóð til sóma.  Við komumst ekki áfram að þessu sinni.  En hvað er að?  Jú þetta er orðið gamalt þ.e.a.s. Eurovision, orðin gömul lumma að mér finnst.  Komnar einhverjar tvær keppnir þ.e.a.s. þar sem að kosið er í gegnum síma og svo kosið aftur í gegnum síma í “Aðalkeppninni”.  Núna verða ég bara að segja að þarna er ekki líðræðisleg kosning heldur RÚSSNESK kosning þar sem að fjöldin ræður.  Jú Austantjaldslöndin hafa tekið völdin.  Allir rússarnir og aðrir frá Fjarskanistan og Langtíburtistan hafa eytt síðustu rúbblunum sínum í Eurovision atkvæði fyrir nágranna sína í staðinn fyrir að kaupa sér Vodka.  Svona er nú það.  Og þar dó það.  Evróvísion varð Austur Evróvison. 

 

Það eru kostningar á morgunn það eina sem að ég veit er að ég ætla að kjósa rétt. 

Ég vil minna á neðangreinda síðu fyrir þá sem að eru óákveðnir.

 

 

http://xhvad.bifrost.is

 

Ég er annars mikið búinn að vera að hugsa um stelpuna sem að hvarf á Spáni Madeleine McCann.  Þetta snertir mann sértaklega vegna þess að ég á eina 3ja ára prinsessu sjálfur.  Þetta sannar enn einu sinni hvað ég er ríkur.Ég á heilbrigt fallegt barn veit um fátt annað sem að gæti verið verðmætara.

 

 

IMG_20070426_3193

 

Ástrós Erla mín


Haupið/hjólað í og úr vinnu - season-ið bryrjað

Icelandair er með í Hjólaðu í vinnuna (má líka labba eða hlaupa).  Ég tók mig til í gær og hjóp frá Loftleiðum og heim í hafnarfjörðinn.  Þetta tók mig 1 klst og 5 mín.  Var bara frekar hressandi.  Þar sem að ég á ekki hjól mátti ég nota þessa leið.  Ætla að gera þetta þegar veður leyfir endrum og eins.  Jæja ég ætla alla vega á morgun að fara á Þingvöll og taka með mér nokkra "húkkers" þ.e.a.s. flugur og kenna þeim að synda Whistling.  Veiði tímabilið er sumsé byrjað W00t.

p.s. konan mín er farin að segja að ég sé ofvirkur ef að ég er ekki hlaupandi þá er mig að finna á endanum á veiðistöng í drullupolli út í móa.


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband