Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
28.6.2009 | 23:22
Vikan 21-28 Júní
Vikan hefur innihaldið hlátur, grátur, gleði og vonbrigði og brunasár,allt í bland. Ástrós fékk gat á hausinn síðast liðinn sunnudag eftir að hafa fallið aftur fyrir sig í Kojunni sinni og niður á gólf. Ferð á slysó og allt sem því fylgir. Um helgina ætluðum við saman í útilegu en Hulda var búinn að vera með flensu. Hún var að skána að við héldum, en hún var með slæman hósta og fór því til læknis á föstudeginum um kl 4. Ég og Ástrós biðum út í bíl með allt útilegudótið, bíllinn full lestaður og við öll komin í ferða skap. Læknirinn komast að því að Hulda var með lúgnabólgu og væri ekki að fara neitt. Hvorki í útilegu né vinnu. Við fórum því heim aftur við lítinn fögnuð þeirrar litlu sem að var að skilja orðin útilegu þyrst. Á laugardeginum fórum ég og Ástrós saman á flúðir þar sem að fjölskildu dagur Icelandair var haldin með pompi og prakt. Þetta var hreint sagt himneskur dagur. Varla ský á himni og lítill sem enginn vindur. Fullt af krökkum til a leika við. Við eyddum þarna góðum degi. Við fórum saman í ratleik, hún fór í hoppu kastala, borðuðum saman kvöldmat úti með öllum hinum og borðuðum ís. Fullkominn dagur fyrir krakka og fullorðna. Lífið og veðrið var indælt þennan dag. Ástrós hitti Skoppu og Skrítlu sem að eru stundum í stundinni Okkar á RUV og fékk að taka mynd af sér með skrýtlu. Í dag byrjaði dagurinn snemma eða um 5 leitið þegar ég fór á fætur og fór sem leið lyggur á Þingvöll. Þar eyddi ég yndislegum morgni í blíðskaparveðri með sjálfum mér og veiðistönginni minni. Það er hreint himneskt hvert skipti sem að ég kem til veiða á þingvöllum enda hef mikið dálæti á þeim stað. Allar áhyggjur hverfa þegar vatnið nálgast. Náttúran og umhverfi staðarins veitir innri ró og frið. Ég og Ástrós fórum svo í könnunarleiðangur í kringum vífilstaði og Vífilstaðavatn og tíndum blóm fyrir mömmu sem að var veik heima. Helgin hefur sumsé unnið leiðindi og vonbrigði vikunnar. Verð reindar að viðurkenna að ég er frekar steiktur og brunninn í framan og á handleggjunum. Borgar sig að nota sólar vörn kannski. Ástrós hló mikið þegar ég sagði að ég væri eins og steikt beikon í framan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 17:25
Hæ hó og jíbbí jei .... tralla ralla ra
Það er búið að vera gaman í dag hjá okkur. Dagurinn byrjaði kl 11 í leiktækjum og bátsferð með pabba. Fórum svo heim og grilluðum pulsur fyrir Ástrós. Eftir það var lagt aftur í hann og horft á skemmtiatriði á Vífilstaðatúni. Eins og Ástrós segir sjálf "ég ætla bara að dreyma það sem að gerðist í dag það var svo skemmtilegt".
Fannst við reyndar vera rænd þegar ég benti ástrós á að velja sér blöðru úr einum sölubásnum. meðal stór Hello Kitty blaðra varð fyrir valinu að sjálfsögðu. "Hvað kostar hún" sagði ég, "2500 kr" segir sölu daman. Ég spurði hana hvort hún væri að grínast. Hún sagðist ekki grínast með svona hluti. Alla vega varð litla daman ánægð þrátt fyrir blöðru okur.
Dagur biðraðana er búinn. En það má með sanni segja að 17.júní sé dagur barnanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2009 | 20:58
Júní og það er komið sumar
Skrapp í morgun á Þingvelli eins og ég geri stundum. Mætti snemma á svæðið eða um 5 leitið. Fljótlega fékk ég eina væna bleikju. Þegar klukkan fór að slá í átta ákvað ég að breyta um flugu og setti Watson Fancy fluguna (mína útgáfu) undir. Ekki leið að löngu þar til að ég fann eina töku djúpt niðri. Ég hélt að þetta væri eins og vanalega rúmlega 1-2 punda bleikja. En nei upp reis hryggur úr dýrsins úr vatninu þetta leit út eins og um lagarfljóts orminn væri að ræða. Mér kross brá við þetta. Línan rauk út í vatn og upphófst mikið reiptog. Eftir allnokkra stund áttað ég mig á því að um væri að ræða frekar stóran fisk. Ég sá glitta í bleikan magann og sá boltann rjúka í allar áttir til að reyna að losa sig. Fiskurinn tók all nokkrar kröftugar rokur og gerði fjölmargar tilraunir til að spretta í burtu í slíta úr sér, en þökk sé réttum slaka á línunni gerðist það ekki. náði ég loksins að þreyta dýrið. Höfðinginn sá bleiki komst að lokum í háfinn eftir rúmar 10 mínútna bardaga. Ég stóð eftir með hjartslátt og adrennalín flæði í hámarki. Ég hef ekki náð stærri bleikju í þingvallavatni hún var 53 cm og tæp 2 kíló.
Erum búin að grilla þó nokkuð um helgina og hafa það gott. Það eina sem að skyggði á helgargleðina var að Ástrós litla er búin að vera með flensu og litla sílið mitt hefur verið með ljótan hósta síðan á fimmtudag. Þetta er reyndar í rénun og vonum það besta.
Það var hálf kaldhæðnislegt hér áðan þegar ég bar búinn að grilla að þá byrjaði þátturinn "The Biggest Looser" þannig ég settist í sófann með fullan maga af grillmat og stóran eftirrétt í hendinni. Kannski svipar þetta til að fara fullur á AA fund hihi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006