29.6.2007 | 13:41
Fyrstu frettir ur ferdinni
Komum til Stockholm her i ringningu. Tad er buid ad rigna meira og minna sidan vid komum en styttir upp a milli regn skura. En verdrid er milt og gott og c.a. 15-20 gradu hiti. Vid erum buinn ad vera ad versla a Astros fot og hun er kominn med fullt af fotum ur H og M. Vid erum um 3 km fra Hofudborginni i sumarhusi med Mathias og Therese og stelpunum teirra tveim 6 og 9 är. Vid hofum tad mjog gott og erum ad fara ut ad berda i kvold med Matthias og Therese. Vid eigum eftir ad fara med Astros i tivoli og i dyragardinn. Hun Astros er mjog anaegd herna og er eins og blom i eggi. To otrulegt se nä stelpurnar ad skylja hver adra.
Kvedja fra Sverige,
Viddi ,hulda og Åstros
Setjum inn myndir seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2007 | 23:44
Blóm sumarsins
Blóm sumarsins eru blessuð börnin okkar. Eru hlý eins og sumarið og það þarf að hlúa að þeim eins og blómunum. Eini munurinn er sá að þeirra hlýja endist allt árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 14:46
Kominn ferðahugur í okkur
Það er komin ferða hugur í okkur. Næstum allt að verða tilbúið. Við ætlum reyndar að keyra frá Bergen til Odda í Noregi þegar við komum þangað. Verðum þar í einn dag og svo verður keyrt frá Odda til Kristiansand (tekur 5-6 tíma). Það kom mér reyndar á óvart hvað dýrt er að ferðast með lest. Könnuðum það innanlands og það var ódýrara að fljúga eða taka bílaleigu bíl. Við ákváðum að taka bara bílaleigubíl og sjá meira af landinu. Erum svo búinn að bókar heimleiðina í gegnum Köben.
Förum vel græjuð með GPS, lappann og EOS vélina þannig að við ættum hvorki að villast né missa af neinu.
Fór að veiða í gær (þjáist af veiðisýki á sumrin). Veiddi 4 ágætar bleikjur tvær 2ja punda og 2 eins punda. Veiddi slatta af minni fiskum sem að ég sleppti. Það er bara allt fullt af fiski í þingvalla vatni. Það rúlar. Var að taka það saman í dag að ég er búinn að veiða rúmlega 10 kg af bleikju síðan í vor. Ó já það er ennþá vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 10:31
Fékk á baukinn
Japanskur nærbuxnaþjófur gripinn glóðvolgur í stelpufötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 11:56
Góð veiðiferð
Fór í Þingvallavatn í gærkvöldi. Veiddi m.a. 5 punda urriða, 2 punda bleikju og 2 eins punda bleikjur. Það má með sanni segja að sumarið sé komið.
Þegar ég kom þá voru tveir menn að veiða á stað sem að heitir Leirutá þegar sem að ég fer alltaf að veiða. Ég sá að þeir voru ekki með fisk og höfðu ekkert fengið. Ég labba út í vatnið akkúrat á mínum stað ef svo má segja. Og við stöndum í röð út í vatninu með um 15 metra milli bili. Þarna eru nefnilega balar ofan í vatninu þar sem að ég veit að bleikjur eru á sveimi.
Ég kasta út og í öðru kasti er tekið hressilega í og fljótlega landa ég fallegri 2 punda bleikju á Peakock flugu. Ég sé votta fyrir undrunarsvip við hliðina á mér hjá hinum fisklausu. Fljótlega veiði ég svo næstu. Ég veiði þessa fiska á Watson fancy flugu sem að lætur ekki mikið yfir en það er eins og að ég væri að kasta beini fyrir hungraða úlfahjörð. Alltaf verið að narta og missti nokkra.
Svo rétt fyrir ellefu er tekið þéttingsfast í línuna. Þar stekkur fyrir framan mig fiskur, silfraður og stór. Ég geri mér grein fyrir að það er urriði búinn að taka fluguna mína. Ég hugsa til ráða föður míns sem að ég fékk eftir að ég missti þann stóra síðast ekki slaka og halda fiskinum við yfirborðið. Þetta var svona eins og í Star Wars, mér birtist hugljómun á elleftu stundu Use the force, Luke nema að það var faðir minn sem var með skikkju og sverð í þeirri hugljómun.
Ég ákvað að þessi skildi ekki sleppa. Eftir að hafa glímt við urriðan í rúmar 10 mínútur er honum landað. 5 punda urriði og þar með stærsti fiskur sem að ég hef dregið úr Þingvallavatni.
Þegar ég var kominn að bílum staldraði ég við um stund hellti kaffi í bollann minn og naut augnabliksins og fuglasöngsins í ljósaskiptunum í góðaveðrinu.
Þetta er það sem að hleður batteríin mín. Útivera, falleg náttúra og veiði. Og allt að finna í seilingar fjarlægð frá borginni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2007 | 20:26
Jibbí það er komið sumar "vonandi"....
Spáð ágætu veðri næstu daga. Vona að það sé komið sumar. Fór að veiða í gær náði einni bleikju sem að var 2,5 pund, og hún veiddist í norðan garra um 11 leitið. Dönsum öll sólar dansinn svo að það komi nú gott veður. Leiðbeiningar hér að neðan...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2007 | 22:54
Íslendingar og veðrið
4°C hiti í dag en bjart. Maður ætti kannski bara að vera bjartsýnn og líta á hvað við erum bjartsýn hér á Íslandi. Þetta veður er bara ekki svo slæmt. Ég hef tekið saman smá töflu um þetta hér að neðan. Við erum svolítið harðgerð miðað við aðrar þjóðir þegar kemur að veðrinu.
+10°C Sól og rok, íslendingar ganga um á stuttbuxum og grilla og halda garðveislur.
+10°C Sól og rok Frakkar fara í kuldaúlpur og setja upp alpahúfur.
+5°C Íslendingar fara í langermabol og ísbíltúr.
+5°C Englendingar byrja að setja vetrarkyndinguna í gang.
0°C Og slydda, Íslendingar fara í golf.
0°C Og slydda, Ítalir halda sig inni við og drekka Expressó til að halda á sér hita.
-5°C Íslendingar standa í biðröð við pulsubarinn í gallabuxum og peysu.
-5°C Tyrkir setja kyndinguna í botn. Lítið sem ekkert líf úti á götu. Í fréttum er talað um fólk sem að dó vegna kulda.
-10°C og smá snjókoma, Íslendingar grilla í síðasta skipti áður en gengið er frá grillinu.
-10°C og smá sjókoma, útgöngubann ríkir í bandarískri herstöð í Þýskalandi vegna veðurs.
-15°C og logn, íslendingar fara í sund í útisundlaug og fara svo í ísbíltúr.
-15°C Á norður Spáni er mannamótum aflýst. Enginn er á ferli og blessaðir rónarnir eru eins og íspinnar á garðbekkjum borgarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2007 | 11:57
Veiði og óvissuferð
Helgin hefur verið mjög fín það sem að af er komið. Fór á föstudag með vinnunni í óvissuferð. Vorum öll teymd út í rútu og farið með okkur í platferð þ.e.a.s rútan keyrði frá skrifstofu flugdeildar Icelandair þar sem að ég vinn og bak við hótelið þar sem að Fokker flugvél beið okkar (surprize). Fórum um borð og fengum leiðbeiningar frá áhöfn í mög fornu máli þ.e.a.s á forn ízlensku um að öll mannvíg væru bönnuð á meðan á ferð þessari stæði en öli skyldi skenkt í bauka á meðan á ferð þessari standi. Flugstjórinn kynnti sig sem Snorra Sturluson og aðstoðar flugmanninn sem Grettir Ásmundsson. Flestir voru reyndar fljótir að skjóta á staðsetningu áfangastaðar. Flugið var sumsé með okkur til Sauðárkróks. Þegar komið var þangað var okkur skipt í lið þ.e.a.s víkinga lið. Ég var meðal annars í Sturlungum. Síðan hófst sögulegt kapphlaup um staðinn í fullum herklæðum (fengum búninga). M.a. var ein af þrautunum að finna hús Geirmundar Valtýrssonar og syngja fyrir hann ein af hans þekktari slögurum sem og við gerðum alveg prýðilega og fengum næstu vísbendingu í verðlaun. Það var aðeins ein regla í þessari keppni sem að gerði útslagið það máttu taka sér far með bæjar búum á milli staða þar sem að vísbendingar voru. Leikunum lauk svo með mat í framsóknar heimili Sauðárkróks. Það var mjög góður matur mikið drukkið og mikið hlegið eins og víkinga er von og vísa.
Fór svo að veiða í gær eins og mér einum er lagið ( Veiðisjúkur). Veiddi einn 2,5 p bleikju í þingvallavatni. Sumarið er komið þegar það fer að veiðast fiskur í vatninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2007 | 09:22
Þingvalla ferð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2007 | 20:47
Austur Evro Vision
Sá forkeppnina í gær. Eiríkur rauði var landi og þjóð til sóma. Við komumst ekki áfram að þessu sinni. En hvað er að? Jú þetta er orðið gamalt þ.e.a.s. Eurovision, orðin gömul lumma að mér finnst. Komnar einhverjar tvær keppnir þ.e.a.s. þar sem að kosið er í gegnum síma og svo kosið aftur í gegnum síma í Aðalkeppninni. Núna verða ég bara að segja að þarna er ekki líðræðisleg kosning heldur RÚSSNESK kosning þar sem að fjöldin ræður. Jú Austantjaldslöndin hafa tekið völdin. Allir rússarnir og aðrir frá Fjarskanistan og Langtíburtistan hafa eytt síðustu rúbblunum sínum í Eurovision atkvæði fyrir nágranna sína í staðinn fyrir að kaupa sér Vodka. Svona er nú það. Og þar dó það. Evróvísion varð Austur Evróvison.
Það eru kostningar á morgunn það eina sem að ég veit er að ég ætla að kjósa rétt.
Ég vil minna á neðangreinda síðu fyrir þá sem að eru óákveðnir.
Ég er annars mikið búinn að vera að hugsa um stelpuna sem að hvarf á Spáni Madeleine McCann. Þetta snertir mann sértaklega vegna þess að ég á eina 3ja ára prinsessu sjálfur. Þetta sannar enn einu sinni hvað ég er ríkur.Ég á heilbrigt fallegt barn veit um fátt annað sem að gæti verið verðmætara.
Ástrós Erla mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006