24.1.2009 | 21:25
Vikan sem var að líða...
Þessi vika hefur liðið hjá eins og súrgas sprengja. Lýst ekkert á það sem að er að gerast frekar ein fleirum enda verða ekki mörg orð um það.
Eftir prufutíman hjá Ástrós vildi hún halda árfram í ballett. Voða gaman hjá henni um hverja helgi, kominn í 12 viknanámskeið hjá listdansskóla hér í Hafnarfirði. Hún fékk ballet föt (Hello Kitty) frá Danmörk í Jólagjöf samkvæmt ósk. Það nýtist mjög vel eins og vera ber.
Fékk fluguhnýtingar dót frá konunni minni í bóndadags gjöf. Mjög hugulsamt hjá minni enda er veiðisjúklingurinn "aðeins" að hnýta flugur.
Það gengur vel í vinnunni hjá mér og er "ekki Dreki" ennþá. Hef ekki verið leiddur að fallöxinni ennþá þrátt fyrir að allnokkrir hafi hlotið skjótan endi hér og þar. Nóg að gera er eiginlega fullmikið að gera og við höfum valla undan í því sem að við gerum sem að er gott (atvinnuskapandi). Það hrynja allnokkrir úr vinnu sem að við þekkjum og margir farnir að hafa það ansi skýtt, sem er ekki gott.
Gaman hvað Fésbókin er skemmtilegt vefhald (áhald). Búinn að finna marga sem að ég hef ekki talað við lengi og satt best að segja er þetta eins og eitt stórt ættarmót fænkur og frændur allstaðar. Fésbókar æðið hefur reindar ekki náð til pabba og mömmu ennþá. Fésbók er eins og MSN og blogg samtvinnað og lyggur við að fólk sé að segja hluti í "stöðu línu" sem mann langar ekki að vita eins og "fór á klósettið að gera númer 2". Finnst það ganga stundum út í öfgar hjá sumum en gaman af þessu. Fann tildæmis hjá einni gamalli skólavinkonu gamla bekkjarmynd úr öðrum bekk með mynd af mér svo eitthvað sé nefnt. Fésbók eða Facebook eins og það heitir á frummálinu er málið allavega í billi þar til eitthvað nýtt kemur ;) í staðinn. Blessuð sé minning MSN og bloggsins sem að er í dauðateyjunum hjá mörgum. Þannig að þessu bloggfærsla hlýtur að vera gamaldags vegna þess að þetta er ekki á Fésbók. En núna fer ég á Fésbók og pósta inn að það sé kominn ný fæsrla á bloggið mitt.... hahaha og náði þér ;)
Kannski það eina góða við þetta alltsaman er að við getum sagt þegar við erum orðin gömur ... "ég man í kreppunni í kringum aldamótin þá var nú þetta ekki svona..."
Við hlóum að þessu orðatiltæki þegar við hlustuðum á gamlafólkið tala um tímana tvenna fyrir nokkrum árum og hugsuðum "þetta getur ekki gerst í nútímanum svona gerðist bara í gamladaga... hey gaur tökum gengis lán í énum eða eitthvað marr!!". Svo varð þetta að súrealískum raunveruleika sem að er draumi líkastur í dag. Það sem að átti ekki að geta gerst gerðist. Æstur múgur við alþingi með ofbeldi og gas ský yfir stuttunnu af Jóni Sig. Jón Sig hlýtur að vera orðin þreittur greyið kallinn á öllum háfaðanum og reyknum þarna fyrir framan alþingishúsið. Kannski þarf að senda styttuna til Póllands í heilsumeðferð eftir þetta hver veit. Þetta var áður bara í sögubókum en er raunveruleikin í dag. Ekkert er svo gott að það sé raunverulegt sagði einhver og sérhver tók undir það. Lífið er fjallganga og við erum komin að ansi erfiðum klett sem að lítur út fyrir að vera óklýfanlegur. Ég er kominn með klifur græjurnar og kominn upp fyrstu fleka klettsins og nú er bara að hanga í þræðinum sem að heldur mér uppi og kífa upp á flatari brekkur og sjá hvað gerist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 18:32
Helgin
Helgin að verða búinn. Ástrós fór í sinn fyrsta ballet tíma. Er mjög ánægð og sátt. Mætti á laugardags morgunin í ballet búningnum. Fylgdum henni í tíman. Röltum á meðan á kaffihúsið í Fyrði í hafj. og fengum okkar nýbakað crossant og kaffi.
Seinnipartinn var svo barnaafmæli hjá Gunnu lenu frænku Huldu með tilheirandi og svo um kvöldið fórum við í fimmtugs afmæli hjá vinnufélagamínum Steinari Steinarssyni flugstjóra. Það var mjög gaman, skemmtilegt boð. Ég tók þátt í að búa til afmælisgjöfina hans. Það á að koma honum í hobby og félagar hans keyptu fyrir hann veiðigræjur. Ég var fengin af mínum vinnufélögum til að útbúa flugubox sem að samanstendur af flugum sem að ég hannaði sem að persónu gera hvern og einn starfmann sem að vinnur með honum á skrifstofu yfirslugstjóra (CPO Office).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2009 | 01:36
Fyrstu flugurnar 2009
Þá er ég ekki að meina húsflugur heldur veiðiflugur. Hnýtti fyrstu flugurnar í dag. Það var mjög gaman og ég er byrjaður að plana hvert skal halda þegar vorar.
Hér er smá sýnishorn af hnýtingum dagsins nokkurir nobblerar númer 8 tilbúnir í slaginn.
Tókum niður jólaskrautið í dag við litla hrinfningu litlu prinsessunnar á heimilinu. Leifðum þessu að vera aðeins lengur uppi. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu að lýsa aðeins lengur upp í kringum okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 13:42
Árið 2008 - Nýtt ár 2009
Árið 2009 er gengið í garð. Þá hugsar maður til baka. hmm hvað hefur markvert gerst á árinu sem að er að líða. Ég er búinn að ferðast töluvert á árinu þó aðalega vegna vinnunnar. Fór til London, Madríd á Spáni, Algeris í Alsír, Prag í Tekklandi, Bangkok og Phuket á Tælandi, Kualalumpur í Malasíu auk þess að fara til Årsta Havsbad í Svíþjóð.
Við fjölskildan nýttum sumarfríið okkar vel og fórum í brúðkaup í svíþjóð hjá sænskum hálfbróðir hennar Huldu. Það ver mjög áhugaverð lífsreynsla. Ég tók brúðarmyndirnar fyrir þau, bæði í kirkjunni og úti myndatöku sem að heppnaðist mjög vel. Við vorum dugleg að fara í útilegur með Ástrós sem að var mjög gaman fyrir okkur öll. Margar góðar minningar.
Ég veiddi meira árið 2008 í kílóum talið heldur en nokkur sinni. Veiddi rúm 30 kíló af silung og allt með flugum sem að ég útbjó sjálfur. Núna byrja ég einmitt að undirbúa veiðiárið 2009 með hnýtingum og öðrum undirbúning. ÉG heimsótti fleiri vötn en ég nokkru sinni gert enda veiði ég aðalega í vötnum.
Okkur tókst að flytja korter í jól. Erum sumsé flutt af hringbraut 69 í norðurbæinn í Hafnarfirði. Ákváðum að flytja 20 des og settum upp jólin á nýjum stað. Loksins kominn í fjögura herbergja íbúð.
Núna er árið 2009 framundan og við erum kominn með skjöld og sverð og hjálm tilbúinn að takast á við það sem að 2009 hefur að bjóða. Margir tala um að flýja land en við verjumst meðan að varnargarðar halda. Það er nefnilega kreppa annarstaðar líka. Árinu 2009 er því tekið með fyrirvara og von um bjartari tíma fyrir alla í fjölskildum okkar. "Lexía" eitt til 99 árið 2008 var að peningar sem að eru búnir til úr engu s.b.r. hlutabréfa sukk, verða að engu því að það er ekkert bakvið þá. "Lexía 1" 2009 er að uppgvötva gömul og nærri glötuð gildi þ.e.a.s. samheldni fjölskildunnar og síðan skulum við ræða rest að ári liðnu.
Gleðilegt ár
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 09:18
Laugardagur Klukkan 06:45
Dagurinn byjar snemma. Ástrós kom inn til okkar glaðvöknuð klukkan 06:45 " pabbi ég held að það sé komið eitthvað í skóinn" sagði hún upp veðruð. Ég bað hana að skríða bara uppí til okkar. Smáfólkið vaknar snemma þar sem að spenningur jólasveinsins og eftirvænting. Jólasveinninn hann stekkjastaur kom í gær en hann skildi eftir sig skítug fótspor í glugganum og á rúðunni. Þetta þótti ástrós mjög skrýtð. Í morgun kom sumsé Giljagaur og gaf henni laugardagsnammi í skóinn.
Við erum langt kominn með jólaundirbúning búinn að kaupa allar gjafir þrátt fyrir kreppuna hörðu. Kaffið rennur mjúklega um kverkarmínar þennan morguninn og vekur almennilega pabba sem að vaknar klukkan sjö til að sinna jólasveinnku "ástrós Erlu" sem að gat ekki sofnað aftur. Ég verð að játa að ég hef jafn gaman af jólasveininum og hún Ástrós Erla litla þar sem að ég gef jólasveininum ráð um hvað hann skuli setja í skóinn sem að stendur úti í skreittum glugga umvafinn jólaljósum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2008 | 20:45
Heimilsiðnaður og kjallara starfsemi vakin
Með þessi spori hefur æsku þessarar þjóðar verið beitt hugsanlega á glæfrabraut. Nú vex þeim er stunda neðanjarðar starfsemi er varða vímuefni fiskur um hrygg, þ.e.a.s. landasölu og þess háttar því að ungafólkið hefur ekki lengur efni á léttu víni eða bjór. Í staðinn er væntanlega leitað á slóðir gamla góða landans og í nammipokann hjá eiturlyfja salanum á horningu því að hann er væntanlega ódýrari heldur en ríkið. því að í mörgum tilfellum leitar ungafólkið annað til að ná sér í áfengi eða vímuefni af ýmsu tagi þegar það er of dýrt að fara í mjólkurbúðina. Eykur fíkniefna vandan yfirhöfuð.
Finnst þetta ekki góð leið til að auka tekjur ríkissjóðs heldur þvert í mót mun draga þær saman því fólk er að minnka eða hætta að versla léttvín og bjór. Léttvín er nýbúið að hækka um 7 prósent og uppúr og svo meira. Þetta eru rúm 20% + hækkun á stuttum tíma í mörgum tilfellum meira.
Ég játa að ég er nautnaseggur mikill og finnst hófdrykkja léttvína þá sérstaklega rauðvíns lífga uppá tilveruna endrum og eins. Ekki ætla ég að láta bjóða mér upp á þetta fer frekar hugsanlega útí að búa til mín rauðvín sjálfur á um 400-500 kr per flösku. Læt mér það frekarduga heldur en sósuvín á 1800kr.
Áfengisgjald hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 23:05
Jóladagur í Leikskólanum hjá Ástrós
Desember er minn uppáhalds mánuður. Goður matur, falleg ljós, gleði bros og mikil eftirvænting hjá dóttur minni henni Ástrós Jólasveinku. Í dag var aðventukaffi í leikskólanum henar Ástrós Erlu. Þá var foreldrum boðið á leiksýningu, kakó og smálkökur eftir á sem að krakkarnir hjálpuðu við að baka. Þetta all saman var að sjálfsögðu tekið á myndband. Hér er smá sýnishorn í boði Youtube.
Smá ægslagangur ( 5-6 mín)
Og svo leikritið og dansinn (10 mín)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 14:28
Jólakorta myndataka
Hér eru nokkrar myndir sem að við tókum þegar við vorum að velja í jólakortin af Ástrós Erlu. N.b jólakorta myndin er ekki hér ;) þannig að það er allt í lagi að sýna ykkur þessar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 19:19
Jóla skapið er að fæðast....
23.11.2008 | 23:10
Vikan búinn..
Já vikan er á enda. Erum búinn að vera á útopnu alla vikuna. Er frekar lúinn eftir þessa helgi. Föstudagur .. Vorum að passa til kl 23:59 , Laugardagur jólastúss og jólabakstur til kl 3, sunnudagur - barnaafmæli. Sumar vikur eru svona brenna upp fyrir lítið og helgin líka. Finnst hreinlega að það hafi ekki verið helgi hún leið svo hratt.
Jólastússið er byrjað fyrir alvöru búinn að sækja jólaskrautið nú byrjar þetta THE GAME IS ON. Svona til að gleðja og geðja á þessum síðustu og verstu.
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- September 2006
- Ágúst 2006