Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vorið vorið allstaðar ( tralla ralla rí)

Jamm fyrsti maí nálgast óðfluga (kannski bíífluga).  Þetta eru góðir dagar eða hvað.  Verðbólgan er svona eins og hálsbólgan svo mikil að vart kemur upp stuna hjá sumum hér.  Flugurnar eru byrjaðar að suða.  Sumarið er fram undan og mig hlakkar bara til.  Já mér hlakkar til að grilla meira veiða meira og upplifa íslenskt sumar með tilheyrandi....hmmm er ég kannski orðin “Red neck” það mætti halda svo alla vegna fékk ég það á tilfinninguna hér um daginn þegar ég var að grilla með einn kandan öllara hendi og nýkominn úr veiði og var að hlusta á Jonny Cash í Ipod-inum.  Nei kannski er ég ekki Redneck eftir allt saman enda skipti ég yfir í mjúka manninn þegar ég kominn með steikina fyrir familíuna.  “Elskurnar mínar maturinn er tilbúinn.” 


Fyrsti fiskurinn kominn í frystinn

Jæja skellit mér í Meðalfellsvatn í Kjós í gær. Ég veiddi 3 sleppti tveimur og hélt eftir einum sem að var 1 punda urriði.  Það var alltaf verið að kippa í snúruna hjá mér og missti nokkra.  Mikið af fiski í þessu vatni.  Þarna er mjög fallegt umhverfi.  Þetta er sannkölluð sveita paradís enda vorilmur í lofti á þessum slóðum þ.e.a.s. ný búið að bera skít á tún. Á eftir að fara þarna aftur enda gengur Lax og sjóbirtingur í vatnið ásamt staðbundnum urriða og bleikju. Á eftir að fara þarna aftur.

Ástrós varð 4ra ára 10 apríl.  Þegar tíminn líður svona hratt er ekki langt að bíða þar til að þessi unga dama færi í skóla.  Mér finnst svo stutt síðan að hún var bara nýfædd. Svona er þetta .... kapphlaup við tíman.


Pólski tæmdi hafnarfjarðar lækinn

Um daginn frétti ég af því að það væru stórir fiskar í læknum í Hafnarfirði við Veiðibúðina við lækinn.   Þetta hefur þótt hin mesta prýði og hefur t.d. fólk verið að gefa þeim brauð og fóðrað þá síðan í nóvember sl.  Núna um daginn kom það  mönnum í opna skjöldu þegar allir fiskarnar voru skindilega horfnir úr læknum og þetta hef ég frá innanbúðar mönnum Veiðibúðarinnar við lækinn í Hafnarfirði.  Ég var búinn að segja tengdó frá þessu um daginn og fannst þetta nokkuð merkilegt að þarna væru stórir og flottir fiskar sem að væru hin mesta prýði enda voru sumir fiskarnir nokkuð stórir eða 5 pund +.  Þetta var orðið aðdráttarafl fyrir fólk hér í Hafnarfirði.

Nú eitt kvöld fyrir nokkru hringdi svo tengdó í mig og lét mig vita af því ( hún býr nálægt læknum) að tveir póverjar væru að labba frá læknum glaðir í bragði með fullan poka af fiski og veiðistengur sem að þeir hafa húkkað með fiskana upp úr læknum.  Ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta frekar brútal þ.e.a.s að hreinsa upp allt sem að heitir fiskur af þessum stað og er það líka að mér skilst bannað.  En þeir láta víst ekki þar við sitja því að Það hefur sést til þeirra við anda veiðar í læknum líka þannig að ekkert er þeim heilagt nema kannski rassaboran á þeim sjálfum.

 

 


Byrjaður að veiða

Jæja fór og prufaði allar nýju veiði græjurnar í Vífilstaðavatni í gær OldManDance. Er búinn að endurnýa allt tilbúinn í slaginn. Veiddi ekkert en það var svakalega gaman að komast loksins ofan í poll til að veiða. Það var annars enginn að fá neitt enda er það kallt að fiskurinn er ekkert að koma að landi þar til að það hefur hlýnað. Vonandi fer það að gerast .Það var kallt enda var ég þarna um kvöldmatarleitið en það kom ekki að sök þar sem að ég var það vel græjaður.

 


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband