Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hitt og þetta

Helgin var frekar róleg en tók hressilega á því í ræktinni í staðinn hlaupa – lifta – hlaupa já já.  Um næstu helgi er hinsvegar árshátið Icelandair Group og mér er farið að hlakka til.  Ég og Hulda förum í fordrykk hjá yfirmanni flugrekstrarsviðs á undan ársátíðinni.  Þetta er gala kvöld enda ætla ég að vera í smoking (shaken not stirred). Þessi árshátið var mjög flott í fyrra og ekki býst ég við að slegið verði af þeim kröfum enda er ekki málið að toppa síðustu árshátíð hjá keppinautunum.  

Bíó ferðinn

Þegar ég var búinn að vinna í dag var skroppið í bíó með litluna mína.  Þetta var fyrst bíó ferðin hennar Ástrósar minnar.  Hún var stillt óg góð allan tímann ekkert vesen.  Var frekar hissa miðað við drauasögurnar sem að ég hef heyrt að öðrum fyrstu bíóferðum.  Hún fékk popp og svala og var lang ánægðust. Myndin sem að við fórum á heitir "Charlottes Web" var bara frekar góð. Þetta var svona hálfgerð fyrirmyndar útgáfa af "Babe" ef þið munið eftir þeirri mynd.  Fullt af talandi dýrum og svínum.  Enda fannst Ástrós þetta bara skemmtilegt. Svo má ekki gleyma því að myndin var sjálfsögðu með íslensku tali.

IMG_20070126_1935


Icelandair Storm Large

Það var óvænt uppákoma í hádegismatnum hjá okkur hér á Aðalskrifstofu Icelandair. Storm Large úr Supernova kom og söng fyrir okkur í hádeginu. Þetta var ekkert smá flott hjá henni.  Hún söng fyrir okkur í rúmar 35 mínútur.  Yfirstjórninn fékk hana til að koma til okkar.  Hún er mjög hress og skemmtileg.  Það er reindar örygglega erfitt fyrir svona performer að syngja svona fyrir fólk sem að er ekki hrópandi og kallandi “vú vú (flaut flaut)” heldur var hægt að heyra saumnál detta.   Það hringdi síminn hjá einum og hún stoppaði að syngja og bað manninn að koma með símann.  Hún svaraði bara símanum á bjagaðri íslensku “ Halló storm hér hvad segirdu”.  Greiið maður roðanaði niður í rass og sagði í símann þetta er bara smá uppákoma hjá okkur elskan ( þá var frúin að hringja)og allur salurinn sprakk úr hlátri.  Hún söng fyrir okkur lög af nýju plötunni sinni og þau voru bara nokkuð góð.  Hún er ótrúlega góð söngkona.  Og líka flott Blush

Orrustan um Magdeburg

Já orrustan um Magdeburg hófst í gær þegar íslendingar unnu frakka.  Þjóðar hjartað okkar hefur bæði stækkað og styrkst enda var ekki um annað talað í hádegis matnum hvað strákarnir okkar væru nú að “meika það” og að nú væri sigurinn við sjóndeildar hringinn. Það kemur svona hugsun um Davíð og Golíat aftan í hakkann.  Það er svona eurovison stemning 2 þegar landsliðið er að spila meira að segja konurnar sem að vinna á bókasafninu okkar í flugdeildinni voru að tala um hvað handboltinn væri spennandi.  Manni þykir samt annað skyggja á orrustuna um Magdeburg og það er barnaníðinga mál Kompás á stöð 2.  Það óneytanlega fær mann til að hugsa hvað börnin okkar eru oft í þannig lagað séð hættu án þess að maður geri sér grein fyrir því.  T.d. hélt ég að dæmdur barnanýðigur væri undir eftirliti þegar að hann væri komin út og tala nú ekki um að hann hafði bara afplánað 2 ½ ár af þeim fimm sem að hann var dæmdur fyrir.   Hann er bara sendur á Vernd ( hjómar eins og stofnun fyrir lamaða og  fatlaða en ekki fanga) án eftir lits.   Ég sá í fréttum áðun að ritstjóri kompás var kallaður aftur í yfirheirslu.  Það er greinilega bannað að kíkja í öll dimmu og rikugu skúmaskot sem að eru allt í kringum okkur. 

  

Það er barasta gott að fá smá + gráður ° ég var búinn að fá leið á þessum kulda.  Oh ég skil  þetta núna, það þiðnaði á klakanum eftir að við unnum frakka því þá þarf engan frakka lengur jibbí.


Bóndadagur

Í dag er bóndadagur eða eins og það væri á ensku "Farmers day".  Konan mín var svo æðsileg að gefa mér bóndadags gjöf í morgun sem að beið eftir mér þegar ég kom framúr í morgunn.  Var vakinn með pakka og kossi frá minni. Fékk veiði hanska frá Scierra.  Ekki veitir af þeir gömlu voru ekki að virka.  Það getur verið kalt þegar veiðitímabilið hefst í vor.  Sumir segja að bóndadagur sé uppfinning blómasala en ég lít á þennan dag sem upphaf þorrans enda fæ ég yfirleitt ekki blóm á bóndadaginn.  Einu sinni fékki ég bjór og dekur frá konunni minni sem dæmi. Þorrinn með öll sín þorrablót, ekki það að ég sé að fara á slíkt.  Við höfum stundum verið með einhverskonar þorramat heima hjá okkur en við sleppum súrmatnum og höldum bara það ósýrða í staðinn svona eins og harðfisk, rúgbrauð og hangikjöt og fleira í þeim dúr.  Ég get reyndar borðað súrmatinn en aðrir á heimilinu hrópa ekki húrra fyrir slíkum mat.  Kannski ætti maður að prufa að hringja á Domios og spyrja þá um þorra flatbrauðs tilboðið þeirra og athuga hvað viðkomandi myndi segja Devil. Hér eru nokkrir aðrir sér dagar og bein þýðing yfir á ensku.

  • Þrettándinn                       The thirteenth 
  • Bóndadagur                       Farmers day
  • Konudagur                         Womens day
  • Hvítasunnudagur                 White sunday
  • Sjómanna sunnudagur         Seemen sunday ( Gæti verið miskilið af útlendingum)                       
  • Verslunnarmanna helgi        Shoping owners weekend (Gæti líka verð miskilið sem   stærsti versunardagur ársins)
  • Jónsmessunótt                  Revren john night
  • Uppstigningardagur             The step up day


Alvöru vetur

 Winter11

Loksins kom að því alvöru vetur.  Við vorum rúmlega 40 mín frá hafnarfirði og inn á Reykjavíkur flugvöll þar sem að ég vinn. Oftast erum við um 15-20 mín. Ég er farinn að hreyfa mig almennilega og stefni að því að hlaupa 21 km í reykjavíkur maraþoninu í sumar (fer kannski lengra sé til).  Ég gerði svolítið sniðugt í fyrra rétt eftir áramótin.  Ég skrifaði niður þau takmörk sem að mig langaði til að ná árið 2006 og geimdi það svo á góðum stað í tölvunni.  Ég var að skoða þetta núna í fyrra dag og mér sýnist að mér hafi tekst næstum allt það sem að ég setti niður á blað. Það er alltaf gott að hafa markmið.


Hala-stjarnan

Já hvað á maður að segja.  Halastjarna yfir íslandi.  Ég fór í göngu túr upp á Hamar hjá Flensborgarskóla þar sem að ég bý nú ekki langt frá. Ég tók með mér þrífót og EOS mynda vélina mína.  Mig langaði að sjá halastjörnu hafði ekki séð svoleiðis fyrirbæri áður ætlaði sko ekki að láta það tækifæri sleppa frá mér.  Ég skoðaði í réttu áttina nema hvað ekkert.  Hún á nefnilega að vera sýnileg til austurs á morgnanna og vesturs í ljósaskiptum á kvöldin. Og ég var orðin frekar vonsvikin eftir korters gláp uppí himininn engin halastjarna.  Ef að einhver hefði labbað rétt hjá mér hefði sá hinn sami hugsað sér að þarna væri á ferðinni ingjaldsfíflið eða einhver álíka hálfviti.  Ég labba bara til baka og þá sé ég eina halastjörnu labba framhjá mér með eiganda sínum þ.e.a.s. stórt hunds skass með upprúllaða rófu og þar á endanum stjarnan.  Ég hugsaði með mér hmm ég sá allavega halastjörnu...


Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband