Leita í fréttum mbl.is

Tilbrigði við Blóðorm

Hnýtti þessar í gær.  Ákvað að hnýta nokkur afbrigði af blóðormi svokölluðum.  Hann fyrir finnst í flestum íslenskum vötnum og er í raun eftirlíking að rykmýs lirfu.  Þær eru rauðar og ef að einhver er að velta því fyrir sér afhverju rauðar (kannski bara svona veiðinördar eins og ég) þá er það vegna þess að mikið er af Hemoglobin (Blóðrauða) í kvikindinu í náttúrunni sem að gefur pöddunni þann eiginleika að geta lifað af í mjög súrefnisrýru umhverfi eins og vötnum.  Ein aðal fæða fiska á vorinn eru þessi kvikindi. Bara smá useless info ;0) af því að það eru páskar.

Blóðormur 1

Blóðormur - Epoxy 3D

Blóðormur 2


Páskahátiðin 2009

Páskar hafa verið fyrir mér hátíð og frí frá vinnunni ;).  Í ár er fyrir mér dýpri meining.  Við höldum páska af því að við flest eru kristinn og þegar ég var að alast upp voru páskarnir alltaf hátíðarstund og magapína sökum paskaeggja kjamms.  Þessi tími er líka raunveruleg hvíld frá kreppunni og svartsýnis tali.  Þessi tími er dýrmætur til að tengjast því sem að okkur þykir vænt um, fjölskildu okkar.  Ég horfi á þessa páska með öðrum augum heldur en velgjulega undanarin ár.  Á sama hátt og þetta er upprisu hátíð jesú krists horfi ég líka á þetta sem upprisu hátíð úr kreppunni.  Ég horfi á það þannig að öllum vondum veðrum slotar og ef að íslendingar eru á botninum er aðeins ein leið og hún er upp.  Það hafa verið fleiri kreppur ein 1980 ein 1940's ein 1930's og fleiri og fleiri.  Kannski er bara sjokkið eins og fyrir mig og restina af Kókópöffs kynslóðinni sem að hefur ekki upplifað kreppu á fullorðins árum fyrr er að við héldum að við ættum heiminn en komumst að því að heimurinn á okkur eða hefur tekið okkur upp í skuld hvað sem að fólk vill kalla þetta.   Ef að við höfum ekki von um betri tíð höfum við lítið.  Ef að vonin er hinsvegar einhver berst maður til síðasta blóðdropa fyrir betri högum.   Það geri alla vega ég og held að flestir íslendingar séu það harðir af sér að geta staðist þennan storm.  Ef að við gátum í gamladaga siglt yfir atlandshafið á opnum bát í vondum veðrum og holað okkur niður á haunmola norður í "bíb" og lifað af í þúsund ár, þá getum við staðist þetta. Eins og Dorrit músanef sagði "við erum stórasta land í heimi".  Það er okkar styrkur  - harkan.

Í dag er Ástrós Erla 5 ára.  Litla stelpan mín að verða stór .... fer bráðum í skóla. Púff þetta er fljótt að gerast.   Afmælis undirbúningur í fullum gangi.   Kökulyktin fyllir andrúmsloftið. Tilveran spennuþrungin hjá henni Ástrós minni.   Það var ekki síðri spenningur hjá okkur foreldrunum að sjá upplitið á henni í morgun þegar afmælisgjöfin verður afhjúpuð.  Gáfum henni nýtt rúm hátt frá Flexa®.  Prinsessu heimur og rúm saman mjög sniðugt.

 


Bólusetning og framandislóðir

Já fór í bólusetningu á fimmtudag þar sem að ég var bólusettur við öllum óþvera sem að fyrir finnst í landi einu við miðbaug nánar tiltekið í heimsálfunni Afríku.  Ég ásamt nokkrum úr vinnunni vorum sendir til bólusetningar vegnar hugsanlegrar ferðar til þessa hrjórstrugua lands á vegum vinnunnar.  Upplýsi það kannski seinna þar sem að þetta er á viðkvæmu stigi.  Ég fór eins og áður sagði í slagtogi við 2 aðra til bólusetningar.  Þeir hafa báðir fengið hinar ýmsu bólusetningar vegna út rásar í vinnunni og ég hafði sleppt þessum bólusetningum þar til nú þrátt fyrir mikið heimshorna brölt.  Hún (lænirinn) sagði að ég yrði sennilega veikur eftir þessar sprautur 7 þar sem að vanalega mætti ekki bólusetja svona mikið í einu.  Ég jánkaði áhætunni og 7 sprautur með bóluefni fyrir hinum ýmsu hitabeltis sjúkdómum sem að herja á svæðið var dælt í mig.  Ég fór heim eftir vinudaginn og beið og beið en ekkert gerðist. Ég hlýt að vera galvariseraður að innan því að ekki varð ég veikur eftir þessa bóluefna súpu.  Reindar eins og við þekkjum öll þá er mismunandi hvað ofnæmis kerfið okkar er sterkt.  Sumir sem að ég hef talað við í vinnunni lögðust í bælið með flensu og óþvera eftir slíkar sprautur en ég virðist hafa sloppið.

Icelandair byrjar að fljúga til Seattle í BNA í sumar.  Ég var í Seattle tvær vikur fyrir rúmu 1 1/2 ári síðan.  Þessi borg er mjög skemmtileg.  Var einmitt á íbúðar hóteli í miðbæ Seattle sem að hét Pike Street Suites en heitir núna Homewood Suites Hilton.  Í Seattle er mikið að sjá og borgin iðar af lífi. Þótt að dollarinn sé kannski ekki hagstæður um þessar mundir bíður borgin upp á mikla og góða upplifun m.a. góða blues bari, steikhús, leikhús og verslannir og fleira og fleira.  Svo má ekki gleyma að fara í Space Needle.  Fór þarna upp og útsýnið yfir borgina er frábært.  Fór þarna rétt fyrir sólarlag og mæli með því sama fyrir aðra.  Seattle borg heillaði mig mikið og hef ég komið til all nokurra borga í USA og þar stendur Seattle uppúr.  Seattle er ekki of dýr borg m.a. er New York mjög dýr en seattle getur ekki talist það miðað við New York.  Flugtíminn er ekkert of langur eða 7-8 tímar svona sviðað og Orlando flug.  Það eina sem að plagar mann er kannsi tíma mismunirinn því að það er -7 tíma munur á sumrinn og -8 á veturnar. 

 

Eldavéla raunir

Lífið gengur sinn vana gang vorið er frekar óákveðið hvort það sé að koma eða fara eins og von er á og krónan flýtur ekki frekar en blýhlunkur og hinn fjögurablaða spari-Smári kom af spor"baug" og brann upp í heiðhvolfi kreppunnar.  Færeyingar unnu okkur í fótbolta 2:1 og ég vann ekki í lottó um helgina.   Við gerðu ekki mikið þessa helgina fjölskyldan en við náðum þó að fara í fyrsta hjóla túr ársins.  Eftir að við komum heim ég og Ástrós beið okkar glóðvolgt nýbakað brauð ala Hulda.  Við lentum í smá veseni með eldavélina í gær sem að væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að rafmagninu sló út þegar við vorum að elda laugardags matinn.  Þegar rafmagnið kom á aftur virkaði ekki bakarofninn en bara hellurnar. Nú voro góð ráð dýr.  Afmæli framundan með tilheyrandi bakstri og ofninn DAUÐUR.  Við hringdum í rafvirkja sem að við þekkjum og honum datt helst í hug að hita eliment-ið  væri farið í ofninum sem að getur gerst þar sem að það er sitt hvort  hita elimentið fyrir eldavélina og ofninn.  Ég reif eldavéla fram og skrúfaði af henni bakið.  Við mér blasti rafmagnsvíra spaghettí, þannig að ég lokaði bara aftur bakinu á vélinni engu nær.   Hulda hringi í stelpuna sem að við erum að leigja af hún sagðist koma eftir smá stund og kíkja á þetta með okkur.   Við vorum farinn að sjá fyrir okkur kostnað sem að væri mældur í tugum þúsunda af verðlausum íslenskum krónum (Icelandic Funny money) .   Sandra kom til okkar og sagði að hún og fyrrum maður hennar hafi lent í því sama.  Það eina sem að þurfti að gera væri að ýta á klukku takkan og hraðsuðu takkann, halda þeim inni samtímis og snúa tíma hjólinu.  Þetta var gert og viti menn „Ta-ta-ram Tammm“ Eureka þetta virkaði.  Þetta er sumsé Gorenje eldavéla „trix“ sem að þeir sem að vinna í Gorenje umboðinu hafi kennt þeim þegar þau lentu í þessu seinast.   

P.s. 10 Dagar í Veiði....

tfisher_tugging_mw 


Próf í fínhreyfingum og vandvirkni

Morguninn var tekinn snemma þar sem að Ástrós Erla vakti okkur um 7 leitið.  Ég sveiflaði mér frammúr ásamt Huldu.  Hin guðdómlegi helgar morgun matur samanstóð af ylmandi pressukaffi og beyglu. 

Fór í Vesturröst í gær að klappa græjunum í búðinni.  Þrátt fyrir vont veður eru bara 17 dagar í að vorveiði byrji.  Ég rak augun í smáa hnýtingar öngla í stærð 20 ( 3mm búk lengd).  Þær eru að vísu hnýttar minni af sumum en mér tókst þetta.  Fyrstu micro flugurnar mínar.  Ég ákvað að hnýta tvær tegundir til að prófa vandvirni mína í fluguhnýtingum.

Fyrstu micro flugurnar mínar Stærð 20

Það styttist í 5 ára afmælið.  Við erum búinn að kaupa afmælis gjöfina fyrir prinessuna okkar.  Hún er frekar stór að þessu sinni ;0).  Þessi prinsessa okkar verður 5 ára 10 apríl okkum fjölskildu meðlimum og vinum boðið að kíkja í kaffi 10 apríl.

 

Ástrós Erla Mars '09

 


Vorið framundan

Þegar mars byrjun kemur vor hugur í mig.  Það þýðir að það eru rúmlega 30 dagar þangað til að ég get farið að veiða.  Það gefur líka vonar glampa um að krossfestingu íslensku þjóðarinnar fari að ljúka eftir páska og efnahags líf heimilanna fari að rísa upp frá dauðum.  Ég horfi út um gluggan og sé krókusana byrjaða að skríða á yfir borð blómabeðsins í frostinu svona rétt til að minna okkur á að einginn vetur varir að eylífu.  Ég skrapp út að hlaupa í gær hef reyndar ekki hlaupið að neinu viti síðan í september.  Þessi hlaupa túr tók rúman klukkutíma og ég sofnaði þreittur en ánægður með afrek dagsins í líkamsræktarmálum.    Maður þarf að eiga aðeins inni fyrir páskunum.  Þá byrjar maður að kynda grillið fyrir alvöru.

Það styttist óðum í að Ástrós verði 5 ára ...púff þetta er fljótt að líða.   Allt of fljótt.   Ég minnist þess þegar Ástrós var minni svona í kringum eins árs.  Þá sagði mamma við mig að við ættum að njóta þess meðan an hún er lítil.  Ég held að við höfum haft það af leiðarljósi en já, þessi tími líður hraðar en maður kannski hefði viljað.  Áður en maður veit af er hún kominn með kærasta og ég með byssu leyfi af þeim sökum.  Say no more in that respect.

Ég er búinn að vera að umgangast fólk erlendis frá sökum vinnu minnar sem að kom til fundar við fyrirtækið.  Þrátt fyrir þessa efnahags lægð sýndist mér þau hafa mikinn áhuga á landi og þjóð.  Meðal annars þetta undur veðrið okkar.  M.a. hafði einn búist við að lenda í fimbul kulda sökum legu landsins en viðkomandi lendir þá í +5°c þegar það er annarstaðar -°20 á sama breiddarbaug kúlunnar.  Ég er búinn að fá þessa spurningu mjög oft og skóla bókar útskýringinn "The Gulf stream you know" gerir allt sem að þarf til að við komandi fær hugljómun og skilning.  Oftast nær er viðkomandi hissa núorðið hvað það er ódýrt á Íslandi öfugt við að allt er svo dýrt hér.  Þar sem að mikið af þessum erlendu gestum eða næstum allir vinna við flug að einhverju eða öllu marki hafa þau næstum öll áhuga á að koma aftur.  Það er gott að gamla Ísland er enþá boðlegt í hinum stóra heimi.

Vopna búrið mitt tilbúið þ.e.a.s. fluguboxin eru full hlaðinn þar sem að ég er búinn að vera duglegur að hnýta.   Ég er búinn að vera að hnýta flugur núna í rúm 3 ár.  Ástæan fyrir því að ég fór út í þetta er að Hulda  gaf mér eitt árið fluguhnýtinga sett.  Svo fór ég á námskeið og þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru.  Þetta setur veiðihobbýið á annann stall.  T.d finnst mér miklu skemmtilegra að veiða fisk á flugu sem að ég hef  búið til sjálfur.  Svo getur maður verið að gultla í því að búa til flugur þegar maður hefur ekkert betra að gera.  Ég ætla að prufa í sumar að samtvinna betur veiðina og ljósmyndun.  Bæði áhuga mál.   Oft rekst maður á eitthvað þegar maður er að veiða því að þetta er útivera þar sem að maður hefur sagt við sjálfan sig þetta hefði orðið frábær mynd.   Það skortir allavega ekki myndefni fyrir EOS vélina mína góðu.   Eini ókosturinn er hvað hún er þung og svo er þetta líka rándýrt helvíti.   En viljir þú ná þessu Kodak móment þýðir ekki mikið að vera með litlu vélina þar sem að þessar litlu vélar skortir snerpu t.d. hefur þú eflaust tekið eftir því að þegar þú smellir af litlu imbaheldu digital vélinni þinni þá er brosið, eða þetta "móment" horfið út í tómarúmið.    Þessu nær EOS vélinn og fleiri vélar t.d. Nikon þ.e.a.s augnablikinu sem að þú vilt ná en nærð ekki með venjulegri mynda vél.  Enda ekki furða oft geta liðið 2-3 sekúndur þar til að þú ýtir á kakkan til að taka mynd á smávélinni þinni samanborið við 3 myndir á sekúndu á t.d. EOS vélinni minni.   Og útkoman verður oftast nær góð.

Ástrós að leika sér Júní 08

Ég gerði heiðarlega tilraun til að vera góður við konuna mína extra mikið á konudaginn.  Ég vakti hana með kossi um 8 leitið og færði henni við það tækifæri rauða rós og smá pakka.  Ástrós fékk líka eina bleika.  Svo var boðið upp á morgun mat í rúmið, glóðvolgt bakkelsi úr bakaríinu með kertaljósi og fíniríi.  Svo bauð ég þeim mæðgum í gönguferð niður í sandfjöruna á Álaftanesi ( það var gott veður svo að ég notaði tækifærið) og bauð henni uppá heitt kakó þegar þeirri göngu ferð var lokið.  Bauð uppá matargerð að hætti japanna með seiðandi eftirrétt, heitur bakaður peru súkkulaðubúðingur að hætti Nigellu.  Svo var bara dekur þar sem eftir leið kvölds. 

Svona er þetta þegar maður bloggar ekkert í svær vikur þá bla bla bla.  Svona er þetta bara.  Jæja jæja nenni ekki að skrifa meira.  Ætli maður fari ekki bara að koma sér í háttinn.


Viku hugvekja...

Hef haft það fyrir sið undanfarið að fara yfir vikuna.  Hulda skrapp í ferð með vinkonum sínum vestur í Ölver þar sem að þær föndruðu af ákafa (Scrapbooking) um helgina.  Á meðan höfðum við feðginin það gott í kuldanum.  Vikan leið áfram áreynslu laust.  Og virðist ró verða að færast yfir land og þjóð af einhverju marki þ.e.a.s þegar biltingin hefur klárað að éta börning sín. 

Á laugardag fylgdi ég litlunni minni á æfingu.  Þar sem að æfingin stendur stutt tekur því ekki að keyra til baka og hef ég haft með mér EOS vélina og tekið myndir út í loftið.  Tók m.a. efitr því þegar ég stóð við göngustíg við höfnina v. reykjavíkurveg að fuglar höfðu safnast saman og eitthvað markvert var að gerast í höfninni.  Til dæmis tók ég eftir æðar kóng sem að forðaði sér undan silfur mágum að hann var með fisk (síld) í farteskinu og honum var sporð rennt í bókstaflegri merkingu þess orðs.

Svangur ÆðakóngurSvangur Æðakóngur 2

Og sporðurinn .... bara eftir

 Svangur Æðakóngur 3

Óðin stóð á meðan vörð rólegur sem ávalt með sinni stöðu við Fjarðarkránna á þessum kalda laugardags morgni

Óðin við Fjörukrána1

Ég og Ástrós litla fórum síðan eftir loforð frá pabba (mér) daginn eftir í fjölskildu og húsdýra garðinn. Það fannst henni mjög gaman og reyndar mér líka.  Það er nefnilega gaman að heimsækja þennan garð með börnunum.  Þau verða svo glöð og ánægð.  Mikið spáð og spögulerað í öllu saman eins og vengjulega.  Það kom mér á óvart hversu margir voru í garðinum með börnin sín. 

Það sem að vakti mesta lukku hinsvegar í þessari ferð var að við ákváðum að koma með nesti.  Og það er einginn svona garð ferð án þess að vera með smá nesti til að filla upp í holurnar í maganum hjá okkur og seðja hungrið meðan að við trítluðum garðinn þveran og endilangan.

Nestið borðað í húsdýragarðinumÁstrós og selirnir í húsó 

Rebbi í HúsóÁstrós og hestar í húsó

IMG_20090208_9999_24IMG_20090208_9999_23

Helginni er því sem næst lokið og önnur vika tekur á móti okkur.  Kannski geri ég bara eins og hesturinn hér að ofan gerði ásamt félögum sínum sem að ég tók mynd af.  Sný rassinum upp bara í kaldan bítandi vindinn (kreppuna).   Því að kreppan er köld eins og veturinn.  En öll vél styttir upp um síðir bara spurning hvenær.


Rólegheita dagur

Vaknaði snemma með Ástrós litlu og fór með hana í sinn ballet tíma í Listdanskóla hér í Hafnarfarðarbæ eftir að ég hafði fengið mér morgun kaffið.  Á meðan Ástrós var í tíma læddist ég  niður á tjörn þar sem að ég hafði ekkert betra að gera og tók nokkrar mydnir á EOS vélina mína heitt elskuðu.  Það er oft gaman að sjá samspil ljóss og vetur og getur byrtan til ljósmyndunnar í dagrenningu oft orðið mögnuð sérstaklega á þessum árstíma. 

Hafnarfjarðartjörn 1

Hafnarfjarðartjörn 2

Hafnarfjarðartjörn 3

Hafnarfjarðartjörn 3 Hafnarfjarðartjörn 2

Hafnarfjarðartjörn 3 Hafnarfjarðartjörn 5


Mótmælum mótmælum

Ég mótmæli því að það sé enn verið að mótmæla því að það sé verið að mótmæla mótmælum.  Ruglingslegt ekki satt en öllu er mótmælt um þessar mundir. Það eru allir að mótmæla einhverju.  Held að íslendingar eigi inni svona eins og nokkur mótmæli inni frá 1960 þar sem að við höfum kvartað og kveinað en sagt bara "æ þetta þýðir hvort sem er ekki neitt að mótmæla".  Jú árhátið seðlabankans var mótmælt kannski vegan þess að Davíð keypti öli... hver veit.  Krónunni mótmællt og meira að segja farið í "krónuna" og vöruverði mótmælt.  Og kannski verður snjónum mótmælt á morgun.  Nú eða að bæjarstjórinn í guðanabænum hefur ekki sagt neitt opinberlega í meira en 2000 ár eða síðan að hann talaði við Móses, því má mótmæla t.d.

Kannski er hægt að breyta þessum mótmælendum í atvinnu mótmælendur og gera þá út svona eins og einskonar atvinnumiðlun mótmælenda.  Sé fyrir mér auglýsingu þar sem að óskað sé eftir mótmælendum til starfa hér og erlendis, og mikið sé fyrir stafni hér og erlendis.  Atvinnuleysis málið leyst!  Eða þannig sko.

Dóttir mín 4 ára sá það í sjónvarpsfréttum þegar lögreglu menn voru gráir fyrir skjöldum ( af mjólk og skyri) að berjast við almenning.  Hún spurði mig hvað er fólkið að gera, afhverju eru allir svona reiðir og hverjir eru vondu kallarnir. Börnin okkar verða óörugg að vita af því að ekki er allt í lagi á íslandi sbr. að barnið sá þessa frétt.  Hún sagði líka eftir á að það væri gott að við vorum ekki niður í bæ. Það hefði verið gasalegt hugsaði ég.

Ef að við viljum hinsvegar gleyma stað og stund og þessu ólukkans ástandi skulum við gera eitthvað skemmtilegt með fjölskildunni.  Ég t.d. skelli mér með Ástrós litlu í smá sleðaferð í dag.  Margt lítið gerir eittstórt sama á við um að gleðja þá sem að okkur þykir vænt um.

Jæja best að hætta þessu bulli og fara að knúsa konuna mína. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband