Leita í fréttum mbl.is

Bóndadagur

Í dag er bóndadagur eða eins og það væri á ensku "Farmers day".  Konan mín var svo æðsileg að gefa mér bóndadags gjöf í morgun sem að beið eftir mér þegar ég kom framúr í morgunn.  Var vakinn með pakka og kossi frá minni. Fékk veiði hanska frá Scierra.  Ekki veitir af þeir gömlu voru ekki að virka.  Það getur verið kalt þegar veiðitímabilið hefst í vor.  Sumir segja að bóndadagur sé uppfinning blómasala en ég lít á þennan dag sem upphaf þorrans enda fæ ég yfirleitt ekki blóm á bóndadaginn.  Einu sinni fékki ég bjór og dekur frá konunni minni sem dæmi. Þorrinn með öll sín þorrablót, ekki það að ég sé að fara á slíkt.  Við höfum stundum verið með einhverskonar þorramat heima hjá okkur en við sleppum súrmatnum og höldum bara það ósýrða í staðinn svona eins og harðfisk, rúgbrauð og hangikjöt og fleira í þeim dúr.  Ég get reyndar borðað súrmatinn en aðrir á heimilinu hrópa ekki húrra fyrir slíkum mat.  Kannski ætti maður að prufa að hringja á Domios og spyrja þá um þorra flatbrauðs tilboðið þeirra og athuga hvað viðkomandi myndi segja Devil. Hér eru nokkrir aðrir sér dagar og bein þýðing yfir á ensku.

  • Þrettándinn                       The thirteenth 
  • Bóndadagur                       Farmers day
  • Konudagur                         Womens day
  • Hvítasunnudagur                 White sunday
  • Sjómanna sunnudagur         Seemen sunday ( Gæti verið miskilið af útlendingum)                       
  • Verslunnarmanna helgi        Shoping owners weekend (Gæti líka verð miskilið sem   stærsti versunardagur ársins)
  • Jónsmessunótt                  Revren john night
  • Uppstigningardagur             The step up day


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ég vakti minn eiginmann með blómum

Margrét M, 19.1.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Margrét M

ég vakti minn eiginmann með blómum

Margrét M, 19.1.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband