Leita í fréttum mbl.is

Góð veiðiferð

Fór í Þingvallavatn í gærkvöldi. Veiddi m.a. 5 punda urriða, 2 punda bleikju og 2 eins punda bleikjur. Það má með sanni segja að sumarið sé komið.

Þegar ég kom þá voru tveir menn að veiða á stað sem að heitir Leirutá  þegar sem að ég fer alltaf að veiða. Ég sá að þeir voru ekki með fisk og höfðu ekkert fengið. Ég labba út í vatnið akkúrat á “mínum stað” ef svo má segja. Og við stöndum í röð út í vatninu með um 15 metra milli bili.  Þarna eru nefnilega balar ofan í vatninu þar sem að ég veit að bleikjur eru á sveimi. 

Ég kasta út og í öðru kasti er tekið hressilega í og fljótlega landa ég fallegri 2 punda bleikju á Peakock flugu. Ég sé votta fyrir undrunarsvip við hliðina á mér hjá hinum fisklausu. Fljótlega veiði ég svo næstu. Ég veiði þessa fiska á  Watson fancy flugu sem að lætur ekki mikið yfir en það er eins og að ég væri að kasta beini fyrir hungraða úlfahjörð. Alltaf verið að narta og missti nokkra.

Svo rétt fyrir ellefu er tekið þéttingsfast í línuna. Þar stekkur fyrir framan mig fiskur, silfraður og stór. Ég geri mér grein fyrir að það er urriði búinn að taka fluguna mína.  Ég hugsa til ráða föður míns sem að ég fékk eftir að ég missti þann stóra síðast “ekki slaka og halda fiskinum við yfirborðið”. Þetta var svona eins og í Star Wars, mér birtist hugljómun á elleftu stundu  “Use the force, Luke” nema að það var faðir minn sem var með skikkju og sverð í þeirri hugljómun.

Ég ákvað að þessi skildi ekki sleppa. Eftir að hafa glímt við urriðan í rúmar 10 mínútur er honum landað. 5 punda urriði og þar með stærsti fiskur sem að ég hef dregið úr Þingvallavatni.

Þegar ég var kominn að bílum staldraði ég við um stund hellti kaffi í bollann minn og naut augnabliksins og fuglasöngsins í ljósaskiptunum í góðaveðrinu.

Þetta er það sem að hleður batteríin mín. Útivera, falleg náttúra og veiði. Og allt að finna í seilingar fjarlægð frá borginni.

 

5 punda Þingvalla  Urriði

 

2. Júní Veiði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Í hvaða fiskbúð fórstu

Kristberg Snjólfsson, 3.6.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Viðar Þór Marísson

hihi þetta er Fiskkista þingvalla. Alltaf nóg af fiski maður þarf bara að ná þeim sjálfur eins og ég geri

Viðar Þór Marísson, 3.6.2007 kl. 20:23

3 Smámynd: Margrét M

jamm Viddi veiðimaður , þetta hefur örugglega verið gaman 

Margrét M, 4.6.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband