Leita í fréttum mbl.is

Vikan 9-15 júní... Það er komið sumar

Þessi vika hefur verið nokkuð skemmtileg.  Fór að veiða á þriðjudagskvöld og veiddi 7 stykki á meðan maðurinn við hliðina á mér veiddi ekki bröndu greiið.  Hirti 4 af þessum bleikjum ágætis fiskar 1-1,5 pund allt tekið úr fiski holunni minni góðu.

Nú við höfum verið að hugsa um ferfætlinginn sem að við erum að passa og gegnur bara nokkuð vel.  Hvutti er eins og skugginn minn eltir mig hvert sem að ég fer. Hann fór reindar til dýralæknis í gær þar sem að hann var kominn með illt í magan.  Við höfum ekki verið að gefa honum neina aukabita né fara útfyrir fæðu skammtinn sem að hann átti að fá.  Hinsvegar fékk hvutti ekki rétt fæði hjá þeim sem að hann var að koma úr pössun frá og við tókum við af. Það orsakaði stíflaða endaþarms kyrtla sem að leiddi til tjá "mudd slide".  En annars allur að braggast eftir að við henntum matnum sem að kom með honum og fengum ráðleggingar frá dýralækni um nýjan mat.  Þeir eru mjög viðkvæmir svona smáhundar.

Það var sumarhátið á leikskólanum hjá Ástrós í vikunni og hún skemmti sér vel.  Íþrótta álfurinn  kom í heimsókn og lék listir sínar fyrir leikskóla börnin við mikla undrun og fögnuð hjá þeim litlu.  Ástrós var farinn að spyrja mig eftir á hvort að ég gæti ekki gert svona heljarstökk eins og íþrótta áfurinn.  Ég náði ekki að verða við þeirri ósk þrátt fyrir eftirvæntingar hjá Ástrós.

Ég og litla  sæta stelpan mín hún Ástrós fórum svo í dag í Esjugöngu í góðaveðrinu á meðan mamma lá lasin heim.  Hún labbaði með mér  upp 2/3 af fjallinu með nokkum stoppum.  Mjög dugleg sú litla.  Við stoppuðum svo í fjallinu og borðuðum nestið okkar umkringd þrastasöng.  Bróðir hennar Huldu hann Elli og hvutti komu með okkur.  Hann fór erfiðari leiðina upp fjallið og upp á topp á meðan ég og Ástrós fórum auveldari leið upp hlíðina þar sem að ég vissi að þessi litla elska er með takmarkað þol og varð að taka mið af aldri og getu hennar.  Við snérum svo við ég og Ástrós þegar hún nennti ekki lengra. 

Ástrós á rólóÁstrós kominn af sumarhátíð Viðivalla

Fífill við Himinn... úti í garðiÁstrós í Esjugöngu 15jun08

 

Ástrós og Pabbi í EsjuhlíðumVarðhundarnir að vakta nágrenið

Hunda Sumargleði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

fröken hnappur er voða sæt dúlla

Margrét M, 19.6.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband