Leita í fréttum mbl.is

Útilegu helgi...

Já fórum í útilegur hum helgina.  Ástrós hefur langað svo mikið til að fara í útilegu og loksins varð það úr að við fórum.   Fórum með tjaldið og fullan bíl af dóti fólki og hund meðferðis í leit að tjaldstæði.  Vorum búinn að velja Úlfljótsvatn sem tjaldstað þar sem að það væri ekki lang frá borginni þar sem að bensín dropinn er ekki sá ódýrasti í dag og vegna þess að þar væri nóg við að vera fyrir hana Ástrós okkar.  Þegar hinsvegar þangað var komið var varla stætt vegna roks.  Við ákváðum því að leita fyrir okkur í Þrastalundi þ.e.a.s. á tjaldstæðinu þar sem að var svona til vara ef að Úlfljótsvatn myndi klikka.  Þegar þangað var komið var gott skjól og nóg pláss sem að svo fylltist af tjöldum og hjólhýsum og fellihýsum þegar að daginn tók að lengja.   Þessi staður hefur ekki upp á mikið að bjóða fljótt á litið.  Bara tvö karla og kvenna klósett í misgóðu ásigkomulagi og ekkert við að vera fyrir ungstu kynslóðina. T.d. er þarna rólustæði en engar rólur vegna þess að einhver tjaldgestanna hafði einhverjum dögum áður stolið rólunum úr rólustæðinu.  Það besta við þennan stað er staðsetninginn í svona góðu skjóli og flottar gönguleiðir.

Ástrós að elda í útileguÁstrós og manna að borða inni í útilegunni

Viddi að hella uppá kaffi í útilegunni

Þrátt fyrir allt þetta var Ástrós fljót að finna sér vinkonur til að leika við langt fram á kvöld.  Það tók Ástrós reindar dágóðan tíma að sofna fyrsta kvöldið vegna þess að þetta var allt svo spennandi, mikil birta og ennþá dagur úti ( íslenskt sumarkvöld).  Þetta var frekar rólegur staður og besta veður allan tímann og er ég og Hulda vel sólbrunninn eftir helgina.  Leit reindar út eins og blanda af Hreindýrinu rúdólf  of þvottabirni í gærkvöldi vegna sólbrunans.

Ég fór síðan að veiða í þingvallavatni Whistling snemma sunnudags morguninn og kom til baka með 10 bleikjur flest allar um 2 pund.  Veiddi fullt af fiski sem að var um eitt pund en sleppti honum öllum þar sem að ég hreynlega kom honum ekki með til baka.  Þar sem að það var sérstaklega góð veiði þennan morguninn ákvað ég að miða við 2 pund, þá myndi ég hirða fiskinn.

2 þingvalla bleikjur í Júlí 2008

Góður afli 20.júl 08 úr þingvalla vatni

Kom til baka úr veiðinni um 11 leitið og þá var pakkað saman og haldið heim á leið.  Góðri sólríkri helgi lokið og allir ánægðir.

Ástrós útilegu stelpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

semsagt spennandi helgi fyrir alla ---

Margrét M, 21.7.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband