Leita í fréttum mbl.is

Vikan sem var að líða...

Þessi vika hefur liðið hjá eins og súrgas sprengja. Lýst ekkert á það sem að er að gerast frekar ein fleirum enda verða ekki mörg orð um það. 

Eftir prufutíman hjá Ástrós vildi hún halda árfram í ballett.  Voða gaman hjá henni um hverja helgi, kominn í 12 viknanámskeið hjá listdansskóla hér í Hafnarfirði.   Hún fékk ballet föt (Hello Kitty) frá Danmörk í Jólagjöf samkvæmt ósk.  Það nýtist mjög vel eins og vera ber.

Fékk fluguhnýtingar dót frá konunni minni í bóndadags gjöf.  Mjög hugulsamt hjá minni enda er veiðisjúklingurinn "aðeins" að hnýta flugur.

Það gengur vel í vinnunni hjá mér og er "ekki Dreki" ennþá.  Hef ekki verið leiddur að fallöxinni ennþá þrátt fyrir að allnokkrir hafi hlotið skjótan endi hér og þar.  Nóg að gera er eiginlega fullmikið að gera og við höfum valla undan í því sem að við gerum sem að er gott (atvinnuskapandi).  Það hrynja allnokkrir úr vinnu sem að við þekkjum og margir farnir að hafa það ansi skýtt, sem er ekki gott.

Gaman hvað Fésbókin er skemmtilegt vefhald (áhald).  Búinn að finna marga sem að ég hef ekki talað við lengi og satt best að segja er þetta eins og eitt stórt ættarmót fænkur og frændur allstaðar.  Fésbókar æðið hefur reindar ekki náð til pabba og mömmu ennþá.  Fésbók er eins og MSN og blogg samtvinnað og lyggur við að fólk sé að segja hluti í "stöðu línu" sem mann langar ekki að vita eins og  "fór á klósettið að gera númer 2".   Finnst það ganga stundum út í öfgar hjá sumum en gaman af þessu.  Fann tildæmis hjá einni gamalli skólavinkonu gamla bekkjarmynd úr öðrum bekk með mynd af mér svo eitthvað sé nefnt.   Fésbók eða Facebook eins og það heitir á frummálinu er málið allavega í billi þar til eitthvað nýtt kemur ;) í staðinn.  Blessuð sé minning MSN og bloggsins sem að er í dauðateyjunum hjá mörgum.   Þannig að þessu bloggfærsla hlýtur að vera gamaldags vegna þess að þetta er ekki á Fésbók.   En núna fer ég á Fésbók og pósta inn að það sé kominn ný fæsrla á bloggið mitt.... hahaha og náði þér ;)

2Y-1985

Kannski það eina góða við þetta alltsaman er að við getum sagt þegar við erum orðin gömur ... "ég man í kreppunni í kringum aldamótin þá var nú þetta ekki svona..."

Við hlóum að þessu orðatiltæki þegar við hlustuðum á gamlafólkið tala um tímana tvenna fyrir nokkrum árum og hugsuðum "þetta getur ekki gerst í nútímanum svona gerðist bara í gamladaga... hey gaur tökum gengis lán í énum eða eitthvað marr!!".  Svo varð þetta að súrealískum raunveruleika sem að er draumi líkastur í dag.  Það sem að átti ekki að geta gerst gerðist.  Æstur múgur við alþingi með ofbeldi og gas ský yfir stuttunnu af Jóni Sig.  Jón Sig hlýtur að vera orðin þreittur greyið kallinn á öllum háfaðanum og reyknum þarna fyrir framan alþingishúsið.  Kannski þarf að senda styttuna til Póllands í heilsumeðferð eftir þetta hver veit.  Þetta var áður bara í sögubókum en er raunveruleikin í dag.  Ekkert er svo gott að það sé raunverulegt sagði einhver og sérhver tók undir það.  Lífið er fjallganga og við erum komin að ansi erfiðum klett sem að lítur út fyrir að vera óklýfanlegur.  Ég er kominn með klifur græjurnar og kominn upp fyrstu fleka klettsins og nú er bara að hanga í þræðinum sem að heldur mér uppi og kífa upp á flatari brekkur og sjá hvað gerist. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

jamm maður nennir varla að blogga lengur

Margrét M, 26.1.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband