Leita í fréttum mbl.is

Verslunarmannahelgin.

Helgin byrjaði á fimmtudaginn hjá okkur þegar við fengum Jóa Dan vin okkar og danskan kunningja hans í mat til okkar. Grilluðum steinbít sem að var mjög góður og svo var súkkulaðifondu í eftirrétt.  Að sjálfsögðu var drukkið eðal hvítvín frá föðurlandi vínsins þ.e.a.s franskt eðal hvítvín. Sumsé góður dagur fyrir sælkera. Þegar neðangreind mynd er tekin er komið sólsetur hér í Firðinum á fimmtudagskvöldið (sólin að hnýga til "viðar" hihi) og engu líkara en að heimsendir sé í nánd. 
P.s: Ekkert Photoshop er á þessari mynd.

Heimsendir í námd eða hvað... Fallegt ;) 

Ástrós mín var í essinu sínu um helgina.

IMG_20070802_4474 Ástrós

Á laugardag fengum við Árna vin okkar í mat.  Hann kom með humar í forrétt sem að hann eldaði sjálfur á staðnum. Smjörsteiktur með hvítlauk og tilheyrandi. Við sáum um aðalréttinn það var lambalæri að hætti hússins fyllt með hvítlauk og marinerað með fersku rósmarín og timian. Hulda var svo búin að baka franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Einnig var þetta dagur bragðlauka, í mat og drykk. Sannkölluð veisla.

Sunnudagurinn fór í afslöppun.  Gerðum mest lítið.

Dagurinn í dag byrjaði snemma hjá mínum.  Fór að veiða á Þingvöllum var kominn þangað um 9 leitið á minn stað. Veiddi nokkrar bleikjur, á annan tug fiska en sleppti öllu sem var undir 1 pund. Tók bara með mér 10 stk sem að voru frá 1 pundi og til 3,5 punda bleikjur. Sannkölluð aflahrota. Sem að var ekki slæmur endir á þessari annars ágætu helgi. Þannig að frystirinn er fullur af bleikju þar sem að mér reiknast til að ég sé búinn að veiða 23,8 kg af silung frá í vor og mest á Þingvöllum.  Höfum ekki þurft því sem næst að fara í fiskbúð. Hef reyndar fengið smá skammir fyrir að hertaka svona mikið pláss í frystinum. Ekki hjá því komist. 

Afli 6 águst úr Þingvallavatni  Afli 6 águst úr Þingvallavatni 2 stærstu Afli 6 águst úr Þingvallavatni - tilbúið til verkunnar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

humm bara silungur í matin ....

Margrét M, 7.8.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þessar myndir eru teknar í fiskbúð Hafliða ég sé það sko alveg

Kristberg Snjólfsson, 8.8.2007 kl. 08:51

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Sko af fiskinum Ástrós er sko alltaf flott

Kristberg Snjólfsson, 8.8.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég

Viðar Þór Marísson
Viðar Þór Marísson

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband